mánudagur, maí 10, 2004
Ég held bara....
að ég sé lélagasti bloggari mannkynssögunnar...
Allt fínt að frétta að Móhíkananum og Búbbanum. Mar er bara að verða svona "yfir maður" í báðum vinnum :) Frk. féhirðir ætlar nebbla að flýja land í sumar og koma helst aldrei heim aftur ); og Moi verður skipuð féhirðir..
Um helgina fór ég með samstafsfólkinu í svona vorferð. Við mættum í rútu niðrí banka kl 10 á laugardagsmorgninum og rútan var varla farin af stað þegar borið var fram freyðivðín og jarðaber í morgunmat. Fyrsta stopp var Ís stopp á Selfossi. Þaðan var ferðinni heitið á Hvolsvöll þar sem við sóttum hreppstjórann hann Lárus (held ég) og hann fór með okkur á Njálu slóðir. Þegar Njálu hringur var afgreiddur og búið að borða, var ferðinni heitið að Seljalandsfossi og auðvitað fórum við á bakvið. Sumir með bjórdósir og aðrir með rauðvín. Við heimsóttum líka byggðasafnið á Skógum. Ég hvet alla sem eiga leið þar hjá að skoða safnið. Safnið er rosalega flott og kallinn er snillingur! Ferðin endaði svo á StokksEyrarbakka þar sem við fengum okkur humar við Fjöruborðið. Geggjaður matur!!
Nenni ekki meira í dag :)
ps. 38 dagar í sumarfrí.....
Comments-[ comments.]
Allt fínt að frétta að Móhíkananum og Búbbanum. Mar er bara að verða svona "yfir maður" í báðum vinnum :) Frk. féhirðir ætlar nebbla að flýja land í sumar og koma helst aldrei heim aftur ); og Moi verður skipuð féhirðir..
Um helgina fór ég með samstafsfólkinu í svona vorferð. Við mættum í rútu niðrí banka kl 10 á laugardagsmorgninum og rútan var varla farin af stað þegar borið var fram freyðivðín og jarðaber í morgunmat. Fyrsta stopp var Ís stopp á Selfossi. Þaðan var ferðinni heitið á Hvolsvöll þar sem við sóttum hreppstjórann hann Lárus (held ég) og hann fór með okkur á Njálu slóðir. Þegar Njálu hringur var afgreiddur og búið að borða, var ferðinni heitið að Seljalandsfossi og auðvitað fórum við á bakvið. Sumir með bjórdósir og aðrir með rauðvín. Við heimsóttum líka byggðasafnið á Skógum. Ég hvet alla sem eiga leið þar hjá að skoða safnið. Safnið er rosalega flott og kallinn er snillingur! Ferðin endaði svo á StokksEyrarbakka þar sem við fengum okkur humar við Fjöruborðið. Geggjaður matur!!
Nenni ekki meira í dag :)
ps. 38 dagar í sumarfrí.....